ÍSLENSKAR sjávarafurðir ákváðu í gær að kaupa þriðju og fjórðu hæð í húseign við Fjarðargötu 13 til 15 í Hafnarfirði af Sjólastöðinni hf. og Sjólaskipum hf. Eignin, sem er 850 fermetrar með sameign, er tilbúin undir tréverk og kaupverð hennar, að viðbættum kostnaði við innréttingar og kostnaði við flutninga, er áætlað samtals um 120 milljónir króna.
ÍS til Hafnarfjarðar ÍSLENSKAR sjávarafurðir ákváðu í gær að kaupa þriðju og fjórðu hæð í húseign við Fjarðargötu 13 til 15 í Hafnarfirði af Sjólastöðinni hf. og Sjólaskipum hf. Eignin, sem er 850 fermetrar með sameign, er tilbúin undir tréverk og kaupverð hennar, að viðbættum kostnaði við innréttingar og kostnaði við flutninga, er áætlað samtals um 120 milljónir króna.

Fyrir skömmu seldi ÍS skrifstofubyggingu félagsins við Sigtún í Reykjavík, sem er um 2.500 fermetrar, fyrir 375 milljónir og á að afhenda hana 1. mars á næsta ári.

Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda hf. er í sömu byggingu í Hafnarfirði, flutti þangað úr Reykjavík fyrir nokkrum árum, og nú fetar ÍS í fótspor þess en Finnbogi Jónsson, forstjóri ÍS, segir það tilviljun.

ÍS flytur/20