Hátt gengi hlutabréfa í stóru olíufélögunum bjargaði FTSE 100-vísitölunni í Bretlandi frá því að hrapa eftir að markaðurinn sýndi augljós veikleikamerki í kjölfar óvæntrar vaxtahækkunar breska seðlabankans í gær. Eftir lokun hafði FTSE 100 hækkað um 0,11% eða 7 stig og endaði í 6.260,6. Í Þýskalandi hækkaði DAX örlítið, m.a.


Góðar horfur í Japan

Hátt gengi hlutabréfa í stóru olíufélögunum bjargaði FTSE 100-vísitölunni í Bretlandi frá því að hrapa eftir að markaðurinn sýndi augljós veikleikamerki í kjölfar óvæntrar vaxtahækkunar breska seðlabankans í gær. Eftir lokun hafði FTSE 100 hækkað um 0,11% eða 7 stig og endaði í 6.260,6.

Í Þýskalandi hækkaði DAX örlítið, m.a. í kjölfar jákvæðra frétta frá Seðlabanka Evrópu um efnahagsmál í álfunni. Vísitalan hækkaði um 36,16 stig frá fyrri viðskiptadegi eða 0,67% og endaði í 5.436,86 stigum.

Í París endaði CAC-40 í 4.700 stigum við lokun markaða, sem er met. Hækkunin útskýrist aðallega af fréttum um góða afkomu Michelin-hjólbarðaframleiðandans á fyrri hluta ársins en gengi hlutabréfanna hækkaði um 12,56%. Hollenska hugbúnaðarsamsteypan BAAN átti einnig góðu gengi að fagna í gær, en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 13,11%. Lokagengi dagsins var 13.80 evrur.

Franska félagið Alcatel hækkaði um rúmlega fjögur prósent í 143 evrur. Miðlarar telja möguleika á áframhaldandi hækkunum. Hollensk hlutabréf hækkuðu nokkuð í gær sem rekja má til ákvörðunar Seðlabanka Evrópu um að hækka ekki skammtímavexti. AEX hækkaði um 0,87%, eða 5,09 stig og endaði í 587,40.

Í Japan hækkaði Nikkei 225 nokkuð eftir að ljóst varð að efnahagur landsins er á batavegi. Vísitalan hækkaði um 36,18 stig eða 0,21% og nam við lokun 17.677,56.