SJÖ aurskriður lokuðu veginum á hálfs kílómetra vegarkafla rétt utan við Seyðisfjarðarkaupstað í fyrrinótt vegna mikilla rigninga. Fyrsta skriðan féll eftir miðnætti og höfðu ferðamenn áður verið beðnir um að fjarlægja bíla sína af svæðinu ef ske kynni að skriða félli. Í birtingu var ljóst að sjö skriður höfðu fallið yfir veginn og fram í sjó og sjö lækir í fjallinu höfðu hlaupið.
Seyðisfjörður

Sjö aurskriður féllu

SJÖ aurskriður lokuðu veginum á hálfs kílómetra vegarkafla rétt utan við Seyðisfjarðarkaupstað í fyrrinótt vegna mikilla rigninga.

Fyrsta skriðan féll eftir miðnætti og höfðu ferðamenn áður verið beðnir um að fjarlægja bíla sína af svæðinu ef ske kynni að skriða félli. Í birtingu var ljóst að sjö skriður höfðu fallið yfir veginn og fram í sjó og sjö lækir í fjallinu höfðu hlaupið. Skriðurnar féllu á malarveg og var búið að ryðja hann og opna eftir hádegi. Farfuglaheimilið var næsta hús við skriðuna sem féll næst byggð eða í um 300 metra fjarlægð.