INGIBJÖRG Edda Birgisdóttir tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitil kvenna á Skákþingi Íslands. Þegar einni umferð er ólokið í kvennaflokki hefur hún hlotið 8 vinninga en næst er Anna Björg Þorgrímsdóttir með 6 vinning.
Skákþing Íslands Ingibjörg Edda Íslandsmeistari

INGIBJÖRG Edda Birgisdóttir tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitil kvenna á Skákþingi Íslands.

Þegar einni umferð er ólokið í kvennaflokki hefur hún hlotið 8 vinninga en næst er Anna Björg Þorgrímsdóttir með 6 vinning.

Í karlaflokki stendur baráttan milli Hannesar Hlífars Stefánssonar, sem í gær vann Braga Þorfinnsson, og hefur 8 vinninga eftir 9 umferðir og Helga Áss Grétarssonar, sem hefur 7 v. og sat enn að tafli við Róbert Harðarson þegar blaðið fór í prentun. Helgi hafði betri stöðu.

Skákþáttur/51