STJÓRN Snæfells hf. kom saman til fundar í gær þar sem breytingar á rekstri félagsins í Hrísey voru m.a. til umræðu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var tekin ákvörðun um að flytja pökkun á fiski frá Hrísey til Dalvíkur, en 13 manns starfa við hana í eynni.
Snæfell hf. Pökkunin flutt frá Hrísey

STJÓRN Snæfells hf. kom saman til fundar í gær þar sem breytingar á rekstri félagsins í Hrísey voru m.a. til umræðu.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var tekin ákvörðun um að flytja pökkun á fiski frá Hrísey til Dalvíkur, en 13 manns starfa við hana í eynni. Jafnframt var samþykkt á stjórnarfundinum að vinna að stofnun sérstaks hlutafélags um þá vinnslu sem eftir verður í Hrísey og stefnt að því að fá heimamenn til liðs við það félag.

Um 50 manns starfa í frystihúsinu í Hrísey og ljóst er að starfsmönnum mun fækka nokkuð við þessa breytingu.