ANNAN sunnudag hvers mánaðar er helgistund í Hveragerðiskirkju sem byggist fyrst og fremst upp á tónlist ásamt ritningalestrum og bænargjörð og nefnist "Tónlistar- vesper". Sumartími þessara stunda er kl. 20.30. Vesper þýðir aftansöngur og er orðið fengið frá hefðbundinni tíðagjörð kirkjunnar, sem markaði eyktir sólarhringsins með helgihaldi.
Safnaðarstarf

Tónlistarguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju

ANNAN sunnudag hvers mánaðar er helgistund í Hveragerðiskirkju sem byggist fyrst og fremst upp á tónlist ásamt ritningalestrum og bænargjörð og nefnist "Tónlistar- vesper". Sumartími þessara stunda er kl. 20.30.

Vesper þýðir aftansöngur og er orðið fengið frá hefðbundinni tíðagjörð kirkjunnar, sem markaði eyktir sólarhringsins með helgihaldi.

Þetta eru athafnir, sem eru einfaldar í sniðum og aðgengilegar hverjum sem vill búa sig undir rúmhelgi vikunnar og njóta helgrar stundar og góðrar tónlistar.

Sunnudagskvöldið 13. september flytur organisti kirkjunnar, Jörg E. Sondermann, orgeltónlist frá rómantíska tímabilinu eftir Felix Mendelsohn, Bartholdy, Alexandre Guilmant o.fl.

Jón Ragnarsson sóknarprestur.

Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn.

Hofskirkja. Kirkjuskóli kl. 13.30.

Sjöunda dags aðventistar á Íslandi:

Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Finn F. Eckhoff.

Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjónustu. Ræðumaður Björgvin Snorrason.

Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson.

Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.

Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Samkoma kl. 11. Ræðumaður Harpa Theodórsdóttir.