Leikstjóri: Michael Winterbottom. Handrit: Eoin McNamee. Aðalhlutverk: Rachel Weisz og Alessandro Nivola. (84 mín.) Bretland. Háskólabíó, ágúst 1999. Bönnuð innan 16 ára. BRESKI leikstjórinn Michael Winterbottom hefur verið að gera athyglisverðar myndir síðustu ár og náði miklum hæðum í "Jude", meistaralegri kvikmyndaútfærslu á skáldsögu Thomasar Hardy.

Flókin

sambönd Aðeins þú (I Want You) Drama Leikstjóri: Michael Winterbottom. Handrit: Eoin McNamee. Aðalhlutverk: Rachel Weisz og Alessandro Nivola. (84 mín.) Bretland. Háskólabíó, ágúst 1999. Bönnuð innan 16 ára.

BRESKI leikstjórinn Michael Winterbottom hefur verið að gera athyglisverðar myndir síðustu ár og náði miklum hæðum í "Jude", meistaralegri kvikmyndaútfærslu á skáldsögu Thomasar Hardy. Winterbottom hefur næma tilfinningu fyrir raunsæi og setur gjarnan fram mjög ófegraða mynd af lífinu í myndum sínum. Í Aðeins þú fer leikstjórinn út í talsverða tilraunastarfsemi. Sagan sem þar er sögð er óræð og uppfull af eyðum sem áhorfandinn þarf að fylla í sjálfur. Þannig er brugðið upp dálítið ruglingslegri en um leið sterkri mynd af flóknu sambandi nokkurra persóna í breskum strandbæ. Falleg kvikmyndataka og tónlist Elvis Costello gefa myndinni síðan heillandi blæ sem styrkir mjög heildina. Heiða Jóhannsdóttir