HAUKUR JÓSEFSSON

Haukur Jósefsson fæddist 11. nóvember 1915 á Vatnsleysu í Viðvíkurhreppi í Skagafirði. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 3. september síðastliðinn. Hann var uppalinn á Vatnsleysu og á Hólum í Hjaltadal. Foreldrar hans voru Jósef Jón Björnsson, f. 26.11. 1859 á Torfustöðum í Núpsdal, V-Húnavatnssýslu, skólastjóri og bóndi, d. 7.10. 1946, og Hildur Björnsdóttir f. 1.7. 1881 í Viðvík í Skagafirði. Hálfsystkini Hauks, sem nú eru öll látin, voru: Einar f. 23.12. 1881, móðir Kristrún Friðbjarnardóttir (f. 25.8. 1856 ­ d. 18.7. 1882), Björn f. 2.2. 1885, Sigríður f. 26.2. 1886, Kristrún f. 14.10. 1887, Ingibjörg f. 17.5. 1889, Hólmjárn f. 1.2. 1891 og Einar Reynis f. 25.11. 1892, þeirra móðir Hólmfríður Björnsdóttir (f. 2.2. 1860 ­ d. 22.5 1894), hálfsystir Hildar móður Hauks. Alsystkini Hauks, sem einnig eru öll látin, voru: Guðmundur f. 1.8. 1898, Hólmfríður f. 12.4. 1900, Róar f. 11.7. 1904 og Margrét f. 13.5. 1911. Haukur kvæntist 24.5. 1947 eftirlifandi eiginkonu sinni, Svövu Jensen Brand, f. 7. mars 1920 í Kanada, ritara og húsmóður. Börn þeirra eru: 1) Þórunn Helga f. 1.12. 1947, skrifstofustjóri, maki hennar Guðmundur Sveinsson, löggiltur endurskoðandi, f. 6.6. 1941. Börn þeirra eru: a) Svava Rán, ljósmyndari f. 2.9. 1970, maki Kristján Sigurðsson, húsasmíðameistari, f. 9.10 1974. Synir þeirra eru Oliver, f. 23.6. 1996, og óskírður drengur, f. 24.8. 1999. b) Hildur Ýr, hjúkrunarfræðingur, f. 20.8. 1972. 2) Hilmar Jón, framhaldsskólakennari, f. 27.1. 1950, maki hans Salóme Benedikta Kristinsdóttir, f. 4.12. 1949 ­ d. 27.8. 1993. Sonur þeirra er Haukur Steinn, f. 23.10. 1993. Dóttir Hilmars fyrir hjónaband er Sara, f. 8.5. 1983. Móðir hennar er Kari Ólafsdóttir. 3) Björn Torfi, ljósmyndari, f. 4.12. 1957, kona hans er Laufey Birkisdóttir, f. 22.1. 1961, snyrtifræðingur. Sonur þeirra er Birkir Thor, f. 5.3. 1999. Haukur varð búfræðingur frá Búnaðarskólanum á Hólum árið 1932. Stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti 1933­34. Sat í Samvinnuskólanum 1936­38. Sótti námskeið í hagfræði og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Var við nám og störf í Svíþjóð á vegum Samvinnuhreyfingarinnar frá 1945 til 1946. Haukur hóf störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga 1.10. 1939. Hann var deildarstjóri byggingarvörudeildar Sambandsins frá 1947 þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Samvinnuhugsjónin var Hauki alla tíð hjartfólgin og tók hann virkan þátt í störfum starfsmannafélags SÍS, var m.a. formaður, stóð að stofnun Sambands starfsmannafélaga samvinnumanna og vildi í hvívetna auka veg samvinnuhreyfingarinnar. Rætur Hauks voru alla tíð í Skagafirðinum og því ekki að undra að meðal áhugamála hans voru hestamennska og kórsöngur. Haukur var félagi í hestamannafélaginu Fáki og Skagfirsku söngsveitinni. Hauki voru einnig hugleiknar íþróttir, sérstaklega þó fótbolti. Kveðjuathöfn um Hauk Jósefsson fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 10. september kl. 13.30.