LIS RUTH SIGURJÓNSSON

Lis Ruth Sigurjónsson fæddist í Kaupmannahöfn 31. ágúst 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. september sl. Foreldrar hennar voru hjónin Vilhelmina Marie Andreassen og Axel Andreassen. Lis Ruth átti einn bróður, John Christiansen, sem býr í Danmörku. Lis Ruth giftist Ásmundi Sigurjónssyni 25. febrúar 1950. Ásmundur fæddist 11. september 1925 í Reykjavík. Hann lést 4. ágúst 1997. Börn þeirra eru: 1. Pia, fædd 17. júlí 1948, starfsmaður Leikfélags Reykjavíkur. Sonur hennar og Sigurðar Bjarnasonar er Ari Rafn Sigurðsson, fæddur 9. maí 1969. 2. Kjartan, fæddur 31. október 1950, iðnfræðingur. Hann er kvæntur Elínu Geiru Óladóttur. Dætur hans og Klöru Sigurðardóttur eru Lis Ruth, fædd 22. mars 1979, og Nína, fædd 24. desember 1983. 3. Egill, fæddur 11. janúar 1953, starfsmaður ÍSAL. 4. Helga, fædd 13. febrúar 1960, tannfræðingur, dáin 20. janúar 1990. Sonur Helgu og Gils Harðarsonar er Ásmundur, fæddur 20. janúar 1979. Dóttir hennar og Leifs Stefánssonar er Hólmfríður, fædd 13. apríl 1985. Lis Ruth starfaði sem ritari hjá SID eftir að skólagöngu lauk og þar til þau Ásmundur fluttu til Íslands árið 1952. Hér á landi starfaði hún mikið með Danske Kvindeklub og var meðal annars formaður og gjaldkeri. Síðar flutti hún aftur til Danmerkur, bjó þar í nokkur ár og starfaði hjá sama fyrirtæki og áður. Lis Ruth kom alkomin aftur til Íslands fyrir nær tuttugu árum og bjó hér til æviloka.

Útför Lisar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.