Valdís Hjartardóttir Burt frá böli hörðu

burt frá tára jörðu

lít þú upp mín önd.

Trúan ástvin áttu

einn, sem treysta máttu

Guðs við hægri hönd.

Jesú hjá er hjálp að fá,

hann þér blíður huggun býður,

hvíld og lækning meina.

(H. Hálfd.) Með þessu versi viljum við kveðja vinkonu okkar Valdísi Hjartardóttur. Þau vináttubönd, sem eitt sinn hafa verið hnýtt, verða ekki slitin þótt samfundir hafi verið stuttir og stopulir í gegn um tíðina. Við kveðjum Valdísi með þökk og sendum ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur.

Minning hennar mun lifa.

Inga og Lísa frá Eyri.