Valur Gautason Á vegum hins ókunna, fjarlæga ­ sem er okkur þó svo nærri, gengur ungur maður á vit nýrrar tilveru.

Leitin í lífinu hér, yfir stórgrýtið, urðirnar, dýin, að sannleikanum um ástæður og gildi tilvistar okkar hér á jörðu er að baki. Við hin, sem enn erum að leita og reyna að skynja tilgang þessa lífs, viljum staðfastlega trúa því að við taki svið, þar sem sannleikurinn um líf okkar hér skýrist og sanni tilgang sinn.

Svið, þar sem hæfileikar hvers og eins fá notið sín og nái að blómstra.

Víst er að Valur bjó yfir mörgum afburðahæfileikum. Í trú á framhaldið biðjum við algóðan æðri mátt að taka vininn okkar unga í faðm sér og leiða hann mót ljósinu.

Megi almættið blessa allar góðu minningarnar, milda sorgina miklu og styðja foreldrana hans og bróður og alla þá sem þótti svo mikið mikið vænt um hann.

Hildigunnur Ólafsdóttir.