GUÐMUNDUR ÓLAFUR MAGNÚSSON

Guðmundur Ólafur Magnússon, vélstjóri og bifreiðastjóri, fæddist í Vestmannaeyjum 6. júlí 1908. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 2. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Ísleifsson, byggingameistari og útvegsbóndi í London í Vestmannaeyjum, f. 8. ágúst 1875 á Kanastöðum, A.-Landeyjahr., Rang., d. 25. ágúst 1949, og Herdís Magnúsína Guðmundsdóttir, f. 29. júlí 1874 í Vestmannaeyjum, d. 19. september 1944. Systkini Guðmundar eru: 1) Ísleifur, f. 26. ágúst 1905, d. 21. nóvember 1966; 2) Sigríður, f. 26. nóvember 1911; 3) Unnur Halla, f. 4. október 1915, d. 21. september 1975; 4) Þorsteinn, f. 30. júní 1919, d. 12. nóvember 1983. 31. desember 1941 kvæntist Guðmundur Áslaugu Ingibjörgu Friðbjörnsdóttur frá Vík í Fáskrúðsfirði, f. 1. október 1913, d. 23. desember 1991. Foreldrar hennar voru Friðbjörn Þorsteinsson, frá Vík í Fáskrúðsfirði, f. 8. ágúst 1891, d. 8. febrúar 1977, og Guðný Guðjónsdóttir f. 7. desember 1891 í Kambanesi, Stöðvarfirði, d. 26. desember 1973. Börn Guðmundar og Áslaugar eru: 1) Eygló Fjóla, tanntæknir, f. 21. ágúst 1939, gift Jóeli Hreiðari Georgssyni bifreiðastjóra, f. 5. mars 1937. Börn þeirra eru: Guðmundur Sævar, verslunarmaður, f. 5. september 1960. Sambýliskona hans er Oddný Erlendsdóttir, skrifstofumaður, f. 28. apríl 1964. Börn þeirra eru Bríet, f. 9. júní 1999, og Viktor, f. 9. júní 1999; Áslaug, bankastarfsmaður, f. 8. desember 1968, gift Jörundi Jörundssyni, viðskiptafræðingi, f. 3. október 1968. Börn þeirra eru Hreiðar Geir, f. 21. september 1989, og Kristín Björg, f. 21. nóvember 1995; Ólafía, þjónn, f. 8. desember 1968, gift Magnúsi Pálssyni, flugumferðarstjóra, f. 7. febrúar 1963. Þeirra börn eru Eygló Anna, f. 5. febrúar 1990, og Margrét Sif, f. 21. júlí 1993. 2) Maggý Guðmundsdóttir, bankastarfsmaður, f. 9. júlí 1942, gift Agli Egilssyni, yfirtollverði, f. 11. nóvember 1944. Barn þeirra er Sturla, húsasmiður, f. 17. maí 1974. Sambýliskona hans er Hildur Erlingsdóttir, ritari, f. 24. júní 1976. 3) Guðný Björg Guðmundsdóttir, hárgreiðslukona, f. 18. nóvember 1947, gift Erlendi Steingrímssyni, framhaldsskólakennara, f. 2. apríl 1945. Börn þeirra eru: Steingrímur, iðnrekstrarfræðingur, f. 24. febrúar 1969; Ingibjörg, viðskiptafræðingur, f. 16. ágúst 1971. Dóttir hennar er Dagný Björg, f. 12. apríl 1997; Henrik, skrifstofumaður, f. 8. október 1973. Sambýliskona hans er María Guðmundsdóttir, flugfreyja, f. 9. febrúar 1973. Dóttir þeirra er Sara Hlín, f. 6. mars 1999; Ásgeir, nemi, f. 18. ágúst 1988. Guðmundur fór aðeins tvo túra á Nirði VE 220 en hætti svo sjómennsku að beiðni móður sinnar, sem misst hafði bæði föður og bróður í sjóslysi. Hann var leigubílstjóri frá 1929 til 1987, var einn af stofnendum Hreyfils og var kjörinn heiðursfélagi 1993. Útför Guðmundar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.