Stefán Þormóðsson Þegar ég var lítil bjó ég í Reykjabyggðinni, sömu götu og Stebbi og Bagga frænka. Þegar ég datt og meiddi mig fór ég heim til þeirra, vegna þess að það var styttra en að fara heim.

Ég fékk plástur á sárið, síðan sýndi Stebbi mér gróðurhúsið sitt og gaf mér vínber sem hann ræktaði sjálfur. Hann ræktaði líka blóm og matjurtir í gróðurhúsinu.

Við Sæmi bróðir komum oft með vini okkar í heimsókn til þeirra og fengum við alltaf góðar móttökur. Þau buðu fjölskyldu minni oft í heimsókn og þá fengum við rjómapönnukökur sem Stebbi bakaði alltaf. Það voru ekki venjulegar pönnsur, heldur hollustupönnukökur. Hann hugsaði svo vel um heilsuna og hvað hann borðaði. Síðan flutti ég til útlanda og sá Stebba ekki aftur fyrr en hann var orðinn veikur.

Ég sakna þess að hitta ekki Stebba aftur, hann var alltaf svo góður við okkur börnin.

Ágústa Helgadóttir.