Sólveig Snæbjörnsdóttir Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla

og fölva haustsins sló á sumarskraut,

þú hafðir gengið götu þína alla

og glöð þú fluttir inn á æðri braut.



Það syrtir að og söknuðurinn svíður

hann svíður þó að dulin séu tár

en ævin okkar eins og lækur líður

til lífsins bak við jarðnesk æviár.



Og trega blandin hinsta kveðjan hljómar,

svo hrygg við erum því við söknum þín,

í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar,

sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín.



Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi

og leiði þig hin kærleiksríka hönd,

í nýjum heimi æ þér vörður vísi

sem vitar inn í himnesk sólarlönd.



Þér sendum bænir upp í hærri heima

og hjartans þakkir öll við færum þér,

við sálu þína biðjum Guð að geyma,

þín göfga minning okkur heilög er.

(G.E.V.) Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma, við þökkum þér fyrir allt og allt. Guð geymi þig.

Þinn sonur,

Halldór og fjölskylda.