SÓLVEIG SNÆBJÖRNSDÓTTIR

Sólveig Snæbjörnsdóttir fæddist að Tannanesi í Tálknafirði 19. desember 1915 en ólst upp á Lambeyri í sömu sveit. Hún lést á heimili sínu hinn 6. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Jóna Guðbjartsdóttir, f. 18.9. 1893; d. 18.8. 1958, og Snæbjörn Gíslason, f. 27.12. 1895, d. 8.9. 1967. Systkini: Lilja, f. 25.4. 1906, d. 25.9. 1981; Guðbjartur, f. 4.7. 1908, d. 19.11. 1967; Kristín, f. 4.2. 1911, d. 29.4. 1989; Guðrún, f. 11.10. 1912, d. 20.12. 1992; Gísli, f. 4.4. 1914, d. 16.8. 1986; Bergsteinn, f. 22.11. 1918; Magnús, f. 22.11. 1918, d. 4.10. 1992; Sveinbjörn, f. 25.8. 1920, d. 18.12. 1996. Sólveig giftist Ólafi Ólafssyni, f. 7.6. 1909, d. 31.8. 1973. Börn þeirra: 1) Grétar, f. 14.8. 1935, maki Helga Jónsdóttir. Þeirra synir eru: Jón Sævar og Ólafur. 2) Ásdís, f. 5.10. 1936, maki Baldur Jónsson, d. 6.1. 1990. Þeirra dætur eru: Sigrún, Sólveig, Hafdís og Snædís. 3) Ólafur, f. 4.2. 1938, maki Sigrún Oddsteinsdóttir. Þeirra börn eru: Arndís, Örn Snævar og Ólafur. 4) Örn Snævar, f. 12.2. 1940, d. 17.2. 1962. 5) Ómar, f. 10.8. 1941, maki Björg Aðalsteinsdóttir. Þeirra börn eru: Erna, Snævar, Aðalsteinn og Sigurlaug Margrét. 6) Halldór, f. 14.3. 1948, maki Ragnheiður Þengilsdóttir. Þeirra synir eru: Þengill Sævar, Arnar Freyr og Vífill Ólafur. 7) Katrín, f. 27.3. 1951, maki Stefán Eiríksson. Þeirra synir eru: Eiríkur, Ólafur og Helgi. 8) Sveinbarn fætt andvana 1958. Sólveig var húsmóðir og starfaði til margra ára sem matráðskona hjá Vegagerð ríkisins. Útför Sólveigar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30.