Sólveig Snæbjörnsdóttir Sólin skín, örfáir skýhnoðrar eru á lofti. Í fjarska heyrist í lóum sem eru að undirbúa flugið til fjarlægra landa. Það haustar. Golan leikur um vanga stúlkunnar sem hleypur um túnið í sumarkjólnum sínum. Hún er að koma neðan úr fjörunni við Lambeyri. Tínir upp síðustu sóleyjar og fífla sumarsins til að færa öllum heima. Í vösunum á kjólnum geymir hún kuðunga og skeljar. Hún raular fyrir munni sér vísustúf, sátt við Guð og menn. Lífið er rétt að byrja og ævintýrin á næsta leiti. Hún brosir . . .

Þannig sé ég þig fyrir mér elsku amma mín; á leiðinni heim. Ég stend eftir með söknuð í hjarta en þakklát fyrir allt það sem þú gafst mér. Guð geymi þig að eilífu.

Þín

Sólveig.