Sólveig Snæbjörnsdóttir Elsku amma "frammi".

Þú varst alltaf með okkur á stórum stundum í lífi okkar og það var alltaf gott að koma til þín á Álfaskeiðið. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur. Við renndum augunum upp í hillu í eldhúsinu og þá vissir þú hvað við vildum. Sóttir nammidósina og við máttum alltaf fá nóg. Eftir það lá leiðin inn á bað að gramsa í snyrtidóti eða í dótatöskuna undir rúmi. Það var líka gott að fá þig í heimsókn. Leika með slæðuna eða klútinn og æfa sig með göngustafinn þinn og skjótast í skóna þína.

Okkur þykir svo vænt um þig og vitum að Guð og allir englarnir passa þig.

Láttu guðs hönd leiða þig hér,

lífsreglu haltu beztu:

blessað hans orð, sem boðast þér,

í brjósti og hjarta festu.

Ásdís Arna og Unnar Lúðvík.