ANNA ÓLAFSDÓTTIR

Anna Ólafsdóttir fæddist á Vindheimum í Tálknafirði 22. apríl 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóna Sigurbjörg Gísladóttir frá Skriðnafelli, Barðastrandarhreppi, f. 20. júlí 1880, d. 1952 og Ólafur Kolbeinsson frá Hreimsstöðum, Norðurárdalshreppi, f. 24. júní 1863, d. 1955. Anna var sjötta í röð 16 systkina, þau eru: 1) Guðrún húsmóðir, f. 1902, d. 1977. 2) Jón Bjarni, bóndi, Fífustöðum, f. 1903, d. 1977. 3) Gísli, f. 1905, d. 1911. 4) Kristrún, forstöðukona, Ölveri, f. 1906, d. 1993. 5) Sigurfljóð húsmóðir, f. 1908, d. 1996. 6) Unnur húsmóðir, f. 1911, d. 1998. 7) Gísli, bóndi, Kirkjubóli, f. 1913, d. 1993. 8) Snæbjörg húsmóðir, f. 1914. 9) Bergljót kjólameistari, f. 1916. 10) Valdís, f. 1916, d. 1936. 11) Ragnhildur, rithöfundur í Kaupmannahöfn, f. 1918, d. 1996. 12) Kristján vélstjóri, f. 1919, d. 1997. 13) María Hugrún, listmálari í Kaupmannahöfn, f. 1921, d. 1979. 14) Magnús húsgagnasmiður, f. 1922. 15) Aðalheiður, bóndi, Mástungu, f. 1926. Anna giftist 1932 Bjarna Bæringssyni, sjómanni og matreiðslumanni, frá Keflavík í Rauðasandshreppi, f. 12. september 1906, d. 5. nóvember 1949. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Guðbjörg Árnadóttir, f. 20.1. 1885, d. 1966 og Bæring Bjarnason, f. 7.9. 1875, d. 1943. Anna og Bjarni eignuðust sex börn, þau eru: 1) Ólafur, fiskmatsmaður, Húsavík, f. 10.9. 1932, d. 11.7. 1996, eiginkona hans var Guðný Sigurðardóttir, f. 21. nóv. 1933, d. 25.7. 1994. Þau eignuðust fjögur börn og ólu upp eina fósturdóttur. 2) Jóhanna leikskólastjóri, f. 9.12. 1933, hún á einn son. 3) Steinunn, bóndi, Dröngum, Skógarströnd, f. 25.2. 1935, gift Daníel Jónssyni bónda, f. 2.12. 1934, þau eiga einn son og tvö fósturbörn. 4) Bergmann húsasmiður, f. 1.10. 1940, sambýliskona hans er Elín Guðmundsdóttir, f. 21.3. 1942, þau eiga tvö börn. 5) Valdís arkitekt, f. 8.3. 1946, gift Gunnari Inga Ragnarssyni verkfræðingi, f. 28.6. 1944, þau eiga þrjú börn. 6) Bjarni Bærings framkvæmdastjóri, f. 11.3. 1950, hann á tvö börn, sambýliskona hans er Bryndís Haraldsdóttir meinatæknir, f. 29.2. 1952. Anna og Bjarni byrjuðu búskap sinn í Reykjavík, en árið 1933 fluttu þau að Drangsnesi við Steingrímsfjörð þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Bjarni lést 1949. Afkomendur Önnu og Bjarna eru orðnir 44. Anna fluttist til Reykjavíkur 1954. Árið 1956 hóf hún sambúð með Pétri Ólafssyni, sjómanni frá Hænuvík í Rauðasandshreppi, f. 9. júní 1908, d. 12. september 1979. Útför Önnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Drangsnesgrafreit.