STEFÁN ÞORMÓÐSSON

Stefán Þormóðsson fæddist 7. febrúar 1924. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. september síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þormóðs Sveinssonar, f. 1.9. 1889, frá Hvassahrauni og Theodóru Stefánsdóttur, f. 14.9. 1899, frá Króksvöllum, Garði. Hann var næstelstur fjögurra systkina. Eftirlifandi systkini eru Hörður, kvæntur Inger Pedersen; Sveinn, kvæntur Dagfríði Pétursdóttur; Benedikt, kvæntur Kristveigu Sveinsdóttur. Stefán kvæntist Unni L. Hannesdóttur árið 1953 en þau skildu. Synir þeirra eru Arnar Þór, kvæntur Auði Yngvadóttur, og Kristinn, sambýliskona hans er Erna Hilmarsdóttir. Árið 1978 kvæntist Stefán eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristbjörgu M. Jónsdóttur. Synir hennar eru Gunnar Skúli Ármannsson, kvæntur Helgu Þórðardóttur, Jón Agnar Ármannsson og Óskar Ármannsson, kvæntur Báru Elíasdóttur. Stefán var lengi starfsmaður hjá Olíufélaginu hf. og síðan verkstjóri á vakt- og flutningadeild Landspítalans. Síðustu starfsár sín starfaði hann við Íþróttahúsið á Varmá í Mosfellsbæ. Útför Stefáns fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30.