29. sept. ­ 3. okt. ÞAÐ dró heldur betur til tíðinda í annarri einvígisskák þeirra Hannesar Hlífars Stefánssonar og Helga Áss Grétarssonar sem tefld var á fimmtudaginn. Hannes sofnaði á verðinum eitt augnablik og stundum þarf ekki meira til þess að viðunandi staða breytist í rjúkandi rúst. Helgi Áss nýtti sér tækifærið sem gafst og sigraði örugglega.
Helgi Áss nær forystunni SKÁK Reykjavík Íslandsmeistaraeinvígið 29. sept. ­ 3. okt. ÞAÐ dró heldur betur til tíðinda í annarri einvígisskák þeirra Hannesar Hlífars Stefánssonar og Helga Áss Grétarssonar sem tefld var á fimmtudaginn. Hannes sofnaði á verðinum eitt augnablik og stundum þarf ekki meira til þess að viðunandi staða breytist í rjúkandi rúst. Helgi Áss nýtti sér tækifærið sem gafst og sigraði örugglega. Staðan er því orðin 1 - Helga Áss í vil. Í fjögurra skáka einvígi er hver sigur afar mikilvægur og staða Helga Áss er því orðin vænleg. Hannes mætir hins vegar örugglega tvíefldur í þriðju skákina, sem tefld verður í dag, en þá stýrir hann hvítu mönnunum. Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Drottningarindversk vörn 1. d4 ­ Rf6 2. c4 ­ e6 3. Rf3 ­ b6 4. a3 ­ -- Helgi Áss er ekki vanur að tefla þetta afbrigði, sem nefnt er eftir Tigran Petrosjan, fyrrverandi heimsmeistara. Hann leikur oftast 4. Bf4, en þannig tefldist skák hans við Hannes Hlífar á Íslandsmótinu um daginn. Helgi hefur að auki unnið mjög fjöruga skák við Jóhann Hjartarson í einvígi um atskákmeistaratitil Íslands 1999 með leiknum. Næstu leikir í þeirri skák voru 4. -- ­ Bb7 5. e3 ­ c5 6. d5!? ­ exd5 7. Rc3 ­ dxc4 8. Rb5 ­ Ra6 9. Bxc4 ­ d5?! 10. Da4! ­ Rd7 11. Bxd5 ­ Bxd5 12. Dxa6 ­ Bxf3?! 13. Rc7+ ­ Ke7 14. gxf3 með yfirburðastöðu fyrir hvít. 4. -- ­ Bb7 5. Rc3 ­ d5 6. cxd5 ­ Rxd5 7. Dc2 ­ Be7 8. Bd2 ­ 0-0 9. e4 ­ Rxc3 10. Bxc3 ­ Rd7 11. 0-0-0!? ­ -- Algengara er að leika 11. Hd1, t.d. 11. -- ­ Dc8 12. Bd3 ­ Hd8 13. 0-0 ­ c5 14. d5 ­ c4 15. Be2 ­ exd5 16. exd5 ­ Bf6 17. Hfe1 ­ Bxc3 18. Dxc3 ­ Rf6 19. d6 ­ Bd5 20. Re5 ­ Hxd6 21. Bxc4 með jafntefli 10 leikjum síðar (Helgi Ólafsson - Hannes Hlífar, svæðamót í Munkebo 1998). 11. -- ­ c5 Indverski ofurstórmeistarinn Anand lék 11. -- c6 í þessari stöðu í skák við Kamsky fyrir fimm árum og lagði síðan til atlögu á drottningarvæng með b5 og a5. Þetta leiddi til mjög flókinnar stöðu, sem Anand vann. 12. Bb5 ­ Dc7 Svartur hefur leikið 12. -- ­ a6 í þessari stöðu, t.d. 13. Bxd7 ­ Dxd7 14. dxc5 ­ Dc7 15. Re5 ­ Bxc5 16. Hd7 ­ Dc8 17. Dd3 ­ Bc6 18. Rxc6 ­ Dxc6 19. Dg3 með betra tafli fyrir hvít. 13. d5! ­ exd5 14. exd5 ­ a6?? Hannesi yfirsést næsti leikur Helga og tapar þar með manni. Hann hefði átt að leika 14. -- ­ Had8, 14. -- Bf6 eða 14. -- Bd6. 15. d6! ­ Bxd6 16. Bxd7 ­ Dxd7 17. Be5 ­ Dg4 18. Hxd6 ­ Hfe8 19. h3! ­ Dxg2 Svartur er alveg jafnglataður, eftir 19. -- ­ Dc8, því að hann á manni minna. 20. Hg1 ­ Dxf3 21. Dxh7+! ­ -- Helgi lýkur skákinni með glæsibrag. 21. -- ­ Kf8 Eða 21. -- ­ Kxh7 22. Hxg7+ ­ Kh8 23. Hh6+ mát. 22. Hd7 ­ og svartur gafst upp, því að hann á enga vörn við hótuninni 23. Dh8+ mát. Þriðja skákin verður tefld í dag, laugardag, klukkan 14 og sú fjórða hefst á sunnudaginn á sama tíma. Teflt er í hátíðarsal Verzlunarskóla Íslands við Ofanleiti. Hægt er að fylgjast með skákunum á Netinu meðan þær eru tefldar. Leikirnir eru birtir jafnóðum ásamt stöðumyndum á Morgunblaðsvefnum, mbl.is. Peter Heine Nielsen danskur meistari Þeir Peter Heine Nielsen og Sune Berg Hansen, sem urðu efstir á Meistaramóti Danmerkur, háðu nýlega fjögurra skáka einvígi um meistaratitilinn. Peter Heine Nielsen sigraði með tveimur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum vinningi Sune Berg Hansen. Peter Heine Nielsen er því Skákmeistari Danmerkur 1999. Galkin heimsmeistari unglinga Hinn tvítugi rússneski stórmeistari Alexander Galkin (2.535) sigraði á Heimsmeistaramóti unglinga sem lauk í Armeníu á fimmtudaginn. Stórmeistarinn Rustam Kasimdzanov (2.603) varð í öðru sæti, en hann er frá Uzbekistan. Tvítug grísk stúlka, Maria Kouvatsou (2.152), varð heimsmeistari unglinga í kvennaflokki. Jana Jackova (2.233) frá Tékklandi varð í öðru sæti. Heimsmeistaramótið var haldið í Armeníu. FIDE ákvað í síðasta mánuði að mótið skyldi haldið aftur í Armeníu á næsta ári, þrátt fyrir að Íslendingar hafi einnig boðist til að halda mótið. Haustmótið hefst á morgun Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 1999 hefst á morgun sunnudaginn 3. október kl. 14. Tefldar verða 11 umferðir. Keppendum er raðað í flokka eftir skákstigum. Tekið er við skráningum í síma TR 568 2990 og 896 3969 eða með tölvupósti (tr þ simnet.is). Skákmót á næstunni 3.10. Haustmót SA kl. 14 3.10. Haustmót TR kl. 14 8.10. SÍ. Deildakeppnin Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson