HRINGRÁS er yfirskrift sýningar Jónínu Guðnadóttir sem opnuð verður í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi á morgun, laugardag kl. 16. Á sýningunni eru ýmis verk unnin í leir, málm, gler og plast. Jónína er fædd 1943 og nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Myndlistaskólann í Reykjavík, Konstfackskolan í Stokkhólmi.
Hringrás í Listasetrinu Kirkjuhvoli

HRINGRÁS er yfirskrift sýningar Jónínu Guðnadóttir sem opnuð verður í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi á morgun, laugardag kl. 16. Á sýningunni eru ýmis verk unnin í leir, málm, gler og plast.

Jónína er fædd 1943 og nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Myndlistaskólann í Reykjavík, Konstfackskolan í Stokkhólmi. Hún var fyrsti deildarkennari við keramíkdeild MHÍ og fyrsti formaður Leirlistafélagsins 1981­84. Var kjörin Formaður Íslandsdeildar Norræna myndlistabandalagsins 1990 fyrst Íslendinga til ársins 1993.

Þetta er fjórtánda einkasýning Jónínu og hefur hún einnig tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis.

Verk eftir Jónína eru á ýmsum söfnum. m.a. Listasafni Íslands, Listasafni Kópavogs, Listasafni Reykjavíkur, utanríkisráðuneytinu, Listasafni Akureyrar, Listráði Cuxhaven, Þýskalandi o.fl

Listasetrið er opið alla daga, nema mánudaga, frá kl. 15­18. Sýningunni lýkur 17. október.

Heimilissorpið 1998, eftir Jónínu Guðnadóttur.