VETRARSTARF Hana-nú er hafið af fullum krafti. Mánudaginn 4. október munu Smellarar í Hana-nú standa fyrir Smellhátíð í Gjábakka kl. 20 til ágóða fyrir landsreisu leikverksins Smellsins en verkið verður á fjölunum enn um sinn hér sunnanlands. Boðið verður upp á Smelli frá Nóa Siríus, Smellkex frá Fróni, leikin verða atriði úr Smellinum og dansleikur á eftir.
Vetrarstarf

Hana-nú hafið

VETRARSTARF Hana-nú er hafið af fullum krafti. Mánudaginn 4. október munu Smellarar í Hana-nú standa fyrir Smellhátíð í Gjábakka kl. 20 til ágóða fyrir landsreisu leikverksins Smellsins en verkið verður á fjölunum enn um sinn hér sunnanlands. Boðið verður upp á Smelli frá Nóa Siríus, Smellkex frá Fróni, leikin verða atriði úr Smellinum og dansleikur á eftir.

Gleðiboltar og spaugarar munu stofna samtök 26. október í Gullsmára. Tónlistarklúbbur verður stofnaður 2. nóvember í Gullsmára í samvinnu við Tónlistarhús Kópavogs, farið verður í leikhús, kráarferð, á tónleika og á gallerí rölt svo eitthvað sé nefnt. Félagar í Gönguklúbbi halda á fram uppteknum hætti síðustu tveggja árartuga og ganga alla laugardagsmorgna frá Gjábakka kl. 10. Kleinukvöldið verður á sínum stað.

Öllum er velkomið að taka þátt í vetrarstarfsemi Hana-nú.