VARLA hefur það farið framhjá neinum að Internet Explorer vafri Microsoft er eins og gatasigti þegar öryggismál eru annars vegar. Frá því fimmta útgáfa hans kom út hefur ekki linnt sögum af því hversu mikið sé af öryggisgöllum í vafranum, þó fæstir þeirra geti talist hættulegir. Þannig er með nýjustu villurnar sem komið hafa í ljós að menn eru ekki á eitt sáttir um hversu hættulegar þær séu.

Vafri sem

gatasigti VARLA hefur það farið framhjá neinum að Internet Explorer vafri Microsoft er eins og gatasigti þegar öryggismál eru annars vegar. Frá því fimmta útgáfa hans kom út hefur ekki linnt sögum af því hversu mikið sé af öryggisgöllum í vafranum, þó fæstir þeirra geti talist hættulegir. Þannig er með nýjustu villurnar sem komið hafa í ljós að menn eru ekki á eitt sáttir um hversu hættulegar þær séu. Í Internet Explorer eru ýmislegar viðbætur til þess ætlaðar að gera vafrann öflugri og auðvelda vefsmiðum að nýta vafrann til að koma upplýsingum til notenda. Margar viðbótanna eru aftur á móti helst til þess fallnar að auðvelda óprúttnum að gægjast inn á harða diska notenda, sækja þangað gögn og jafnvel spilla, eins og dæmin sanna. Þannig er nýjasta villa sem kom í ljós aftur á móti þess kyns að óprúttinn vefstjóri getur lesið hvaða skjal sem er á tölvu þess sem heimsækir vef hans með Explorer vafra, svo framarlega sem hann viti hvað viðkomandi skjal heiti. Ólíkt mörgum fyrri göllum sem fram hafa komið í Explorer er engin vörn í því að vera fyrir innan eldvegg eða á fyrirtækisneti og hægt er að fela tengilinn görótta svo á vefsíðu að gestur á hana verður þess ekki var að hann fer í gang. Forritarar Microsoft hafa ekki komist fyrir vandann enn sem komið er en benda á að með því að taka af Actve Scripting á tölvunni sé hægt að koma í veg fyrir að skriftan fari í gang, Tools ­ Internet Options ­ Security ­ Internet Zone ­ Custom Level ­ Scripting ­ Active Scripting ­ Disable ­ OK. Það getur aftur á móti kallað á önnur vandamál og vandræði sem ekki verða tíunduð hér. Morgunblaðið/Andrés Andrésson