Eitt vil ég segja sem aldrei má gleyma okkar er landið sem forsjónin gaf hér vil ég búa og hér á ég heima hjá hrauni og jöklum við ólgandi haf. Íslenska vorið með albjartar nætur iðandi líf er þá hvarvetna um frón íslenskir synir og íslenskar dætur aldrei fá gleymt þeirri dýrlegu sjón.
GUÐMUNDUR

BERGSSON

OKKAR ER LANDIÐ

Eitt vil ég segja sem aldrei má gleyma

okkar er landið sem forsjónin gaf

hér vil ég búa og hér á ég heima

hjá hrauni og jöklum við ólgandi haf.



Íslenska vorið með albjartar nætur

iðandi líf er þá hvarvetna um frón

íslenskir synir og íslenskar dætur

aldrei fá gleymt þeirri dýrlegu sjón.



Oft hefur steðjað að okkur her vandi

enda var glíman hér meinleg og köld

höfnum þó einhuga her hér í landi

hefjum nú sókn inní komandi öld



Á Íslandi áður var erfitt að lifa

oft hefur skort hérna flest sem að þarf

þeir entust þó til að yrkja og skrifa

eftir sig skildu hinn dýrasta arf.

- - Skemmum ekki ásýnd alla

öræfin þó þyki köld

geymum fegurð fossa og fjalla

fram á hina næstu öld.

- - - Höfundur er gamall Grundfirðingur.