HELGI Þorláksson, prófessor við sagnfræðiskor Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur þriðjudaginn 5. október sem hann nefnir: Viðskipti, verslun og markaður. Fundurinn verður haldinn í Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð í hádeginu kl. 12.
Fyrirlestur um viðskipti, verslun og markað

HELGI Þorláksson, prófessor við sagnfræðiskor Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur þriðjudaginn 5. október sem hann nefnir: Viðskipti, verslun og markaður. Fundurinn verður haldinn í Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð í hádeginu kl. 12.05­13 og er hluti af fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem nefnd hefur verið: Hvað er hagsaga?

Eru allir áhugamenn um sögu hvattir til að koma á fundinn og taka þátt í umræðum um efnið. Helgi Þorláksson hefur unnið um árabil að rannsóknum á verslun Íslendinga á miðöldum og er jafnframt einn af forsvarsmönnum fræðihóps sem hefur á prjónunum að taka saman bók um íslenska verslun frá upphafi til nútímans.

Athygli skal vakin á því að fundarmenn geta fengið sér matarbita í veitingasölu Þjóðarbókhlöðunnar og neytt hans meðan á fundinum stendur.