HINN 10. október næstkomandi hækka allar framleiðsluvörur Plastprents um 9%. Að sögn Sigurðar Braga Guðmundssonar framkvæmdastjóra Plastprents hefur plasthráefni hækkað um 50­60% en það kemur aðallega frá Hollandi og frá Noregi. Hann segir að helmingur af vöruverði sé hráefniskostnaður og því deginum ljósara að full þörf sé á umræddri hækkun.
Vörur frá Plastprenti hækka um 9%

HINN 10. október næstkomandi hækka allar framleiðsluvörur Plastprents um 9%. Að sögn Sigurðar Braga Guðmundssonar framkvæmdastjóra Plastprents hefur plasthráefni hækkað um 50­60% en það kemur aðallega frá Hollandi og frá Noregi. Hann segir að helmingur af vöruverði sé hráefniskostnaður og því deginum ljósara að full þörf sé á umræddri hækkun. Hann bendir hins vegar á að erfitt hafi verið að hækka þessar vörur um 9% á einu bretti og kaupmenn bregðist illa við henni.

Þær vörur sem um ræðir eru t.d. plastfilmur fyrir matvælaiðnaðinn, venjulegir burðarpokar, heimilispokar, ruslapokar og byggingarplast. Sigurður Bragi segir að erlendis hafi þessar vörur verið að hækka að undanförnu og hann segir að hækkunin hérlendis sé frekar síðbúin ef litið sé til nágrannaþjóðanna.