NÝR oddviti var kjörinn á aukafundi sveitarstjórnar Norður-Héraðs í fyrrakvöld. Kjörinn var Arnór Benediktsson, efsti maður H-lista, með atkvæðum fulltrúa H-lista og fulltrúa F-lista sem var í minnihluta. Ekki hefur verið myndaður formlegur meirihluti.
Norður-Hérað Nýr oddviti kjörinn

NÝR oddviti var kjörinn á aukafundi sveitarstjórnar Norður-Héraðs í fyrrakvöld. Kjörinn var Arnór Benediktsson, efsti maður H-lista, með atkvæðum fulltrúa H-lista og fulltrúa F-lista sem var í minnihluta. Ekki hefur verið myndaður formlegur meirihluti.

Fulltrúar H-listans í sveitarstjórn Norður-Héraðs slitu meirihlutasamstarfi við S-listann í kjölfar deilna á milli framboðanna um skólaakstur í sveitarfélaginu. Hvort framboð á þrjá menn í sveitarstjórn. Fulltrúar H-listans og fulltrúi F-listans sem var í minnihluta ákváðu að hafna öllum tilboðum í skólaakstur og semja þess í stað við fyrri skólabílstjóra sem voru meðal bjóðenda en áttu ekki lægstu tilboð.

Í framhaldinu ákvað H-listinn að slíta meirihlutasamstarfi við S-listann og óskaði eftir aukafundi til oddvitakjörs. Á fundinum sem fram fór í fyrrakvöld var Arnór Benediktsson efsti maður H-listans kjörinn oddviti með atkvæðum fulltrúa H og F-lista. Katrín Ásgeirsdóttir oddviti fékk þrjú atkvæði S-listans. Anna H. Bragadóttir af F-listanum var kjörin varaoddviti.