SÝNING á Vegggígjum eftir Kristján Pétur Sigurðsson verður opnuð í dag, laugardaginn 2. október, á Kaffi Karólínu. Þetta er í annað sinn sem Kristján sýnir á "Línunni", en í haust eru fjögur ár frá því hann sýndi þar. Vegggígjurnar sem Kristján Pétur sýnir í þetta sinn eru allar splunkunýjar og unnar með tiltölulega blandaðri tækni í tré, ljósmyndir, málma og gler.
Vegggígjur á

Karólínu

SÝNING á Vegggígjum eftir Kristján Pétur Sigurðsson verður opnuð í dag, laugardaginn 2. október, á Kaffi Karólínu. Þetta er í annað sinn sem Kristján sýnir á "Línunni", en í haust eru fjögur ár frá því hann sýndi þar.

Vegggígjurnar sem Kristján Pétur sýnir í þetta sinn eru allar splunkunýjar og unnar með tiltölulega blandaðri tækni í tré, ljósmyndir, málma og gler.

Sýningin er opin á afgreiðslutíma Kaffi Karólínu, en kl. 16 á morgun verður smá húllumhæ með ljóðalestri, hljóðfæraslætti og söng í tilefni af opnuninni.