KONUM með háan blóðþrýsting er hættra við beingisnun er líður á ævina, en geta dregið úr hættunni með því að minnka saltneyslu, að sögn lækna. Vísindamenn í Bretlandi og Bandaríkjunum komust að þessum tengslum eftir að hafa rannsakað rúmlega 3500 eldri konur á fjórum stöðum í Bandaríkjunum á þriggja ára tímabili.

Hár blóðþrýstingur

tengist beingisnun

Reuters.

KONUM með háan blóðþrýsting er hættra við beingisnun er líður á ævina, en geta dregið úr hættunni með því að minnka saltneyslu, að sögn lækna. Vísindamenn í Bretlandi og Bandaríkjunum komust að þessum tengslum eftir að hafa rannsakað rúmlega 3500 eldri konur á fjórum stöðum í Bandaríkjunum á þriggja ára tímabili.

"Við komumst að því að því hærri sem blóðþrýstingur var í upphafi því meiri varð árleg beinhrörnun," sagði Francesco Cappuccio, sem stýrði rannsókninni. "Eftir því sem maður eldist verða ástæður þess að beinin í manni hrörna fleiri. Þetta á sérstaklega við um konur yfir 65 ára aldri. En hrörnunin verður mun hraðari ef maður hefur háan blóðþrýsting. Þar koma tengslin í ljós."

Fólk sem hefur háan blóðþrýsting tapar meira kalsíumi með þvagi, og aukin kalsíumneysla bætir ekki upp þetta tap. Þegar kalk tapast með þvagi hverfur hluti af því kalsíumi sem er í beinum og þau gisna. Á tuttugu árum getur þetta leitt til 20% gisnunar. Vísindamennirnir telja að þetta séu orsakir tengslanna sem komu í ljós. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í tímaritinu Lancet 17. september.

Cappuccio sagði að með því að draga úr saltneyslu gætu konur minnkað kalsíumtap og hættuna á beingisnun á tuttugu ára tímabili. Þá hvatti hann konur til að auka neyslu á kalíumi (e. potassium) með því að borða ávexti og grænmeti. Konurnar sem rannsakaðar voru eru á aldrinum 66 - 91 árs. Beinþéttni var mæld með því að taka röntgenmynd af mjaðmarbeini.

Reuters

Hreyfing virkar gegn beinþynningu.