HALDIN verður fjölskylduhátíð að Garðatorgi, Garðabæ, í dag, laugardaginn 2. október, kl. 13­16. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og fyrirtæki og stofnanir á torginu verða opin almenningi til sýnis.
Fjölskylduhátíð á Garðatorgi

HALDIN verður fjölskylduhátíð að Garðatorgi, Garðabæ, í dag, laugardaginn 2. október, kl. 13­16. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og fyrirtæki og stofnanir á torginu verða opin almenningi til sýnis.

Á Garðatorgi eru tvö yfirbyggð torg sem skýla gestum og gangandi og gera það mögulegt að bjóða upp á allskyns skemmtiatriði og sýningar hvernig sem viðrar. Margt verður að sjá og skoða og má nefna bifreiðasýningu og sérstaka tískusýningu á pelsum sem framleiddir eru úr íslensku skinni. Á bæjarskrifstofunum munu nemendur úr Fjölbrautaskóla Garðabæjar kynna ýmsa þætti í starfsemi bæjarins.

Boðið verður upp á skemmtiatriði á sviði og munu koma fram landsþekktir skemmtikraftar s.s. Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson, Ávaxtakarfan, Kuran Swing, Suðræna sveiflusveitin úr Garðabæ og hljómsveitin Í svörtum fötum. Á svæðinu verða á sveimi Bjarni töframaður og Barbara trúður mun leika við börnin. Þá munu krakkar á leikskólanum Hæðarbóli taka lagið. Nemendur úr Listaháskóla Íslands setja stemmninguna á striga og andlitsteiknarar teikna börnin. Þá munu krítamálarar verða hér og þar um torgið.

Ávaxta- og grænmetismarkaður verður opinn og boðið verður upp á allskonar veitingar.