Leikstjórn: James Foley. Aðalhlutverk: Chow Yun Fat og Mark Wahlberg. 110 mín. Bandarísk. Myndform, ágúst 1999. Aldurstakmark: 16 ár. Sögur um félaga í lögreglunni, gjarnan einn gamalreyndan og einn nýliða, eru ákaflega vinsælt efni í hasarmyndir og hafa skapað mikla fræðilega umræðu um eðli slíkra vináttusambanda.
Enn eitt lögguparið Spillandinn (The Corruptor) Löggumynd Leikstjórn: James Foley. Aðalhlutverk: Chow Yun Fat og Mark Wahlberg. 110 mín. Bandarísk. Myndform, ágúst 1999. Aldurstakmark: 16 ár. Sögur um félaga í lögreglunni, gjarnan einn gamalreyndan og einn nýliða, eru ákaflega vinsælt efni í hasarmyndir og hafa skapað mikla fræðilega umræðu um eðli slíkra vináttusambanda. Í þessari mynd er markvisst tekið á þessum pælingum sem gefur annars ágætri hasarmynd aukið vægi. Þetta er að flestu leyti hefðbundin mynd um spillingu og góðar og vondar löggur. Hong Kong-stjarnan Fat er einn best þjálfaði hasarleikari veraldarinnar og skilar sínu af sannri atvinnumennsku á meðan Wahlberg er sætur og sjarmerandi að vanda og saman eru félagarnir hið fínasta löggupar. Hæfilegur skammtur af sprengingum og hávaðasömum bardagaatriðum er á sínum stað og ætti myndin ekki að valda nokkrum hasaraðdáanda vonbrigðum. Í alla staði fín afþreying og sums staðar eilítið meira. Guðmundur Ásgeirsson.