Bílar, fólk og umferð Björn Ólafs arkitekt í París lítur á þetta fyrirbæri, bílinn, sem var í upphafi leikfang yfirstétttarfólks, en varð almenningsfarartæki eftir fyrri heimsstyrjöld. Svo hljóp ofvöxtur í bílaflotann og ofvöxtur í hraðbrautir sem mynda sumstaðar óleysanlega flækju. Björn ber einnig saman akstursmáta, t.d.
efni 2. okt.



Bílar, fólk og umferð

Björn Ólafs arkitekt í París lítur á þetta fyrirbæri, bílinn, sem var í upphafi leikfang yfirstétttarfólks, en varð almenningsfarartæki eftir fyrri heimsstyrjöld. Svo hljóp ofvöxtur í bílaflotann og ofvöxtur í hraðbrautir sem mynda sumstaðar óleysanlega flækju. Björn ber einnig saman akstursmáta, t.d. í Los Angeles, Evrópu, Yemen og á Íslandi þar sem fjallajeppamenningin blómstrar þó sjaldnast sé farið út af malbikinu.





Jónas Guðlaugsson skáld

var einn þeirra sem taldi vænlegast að yfirgefa Ísland snemma á öldinni og starfa erlendis. Hann orti ljóð og varð vel metið skáld, skrifaði skáldsögur, var óvenju bráðþroska og átti um margt dramatíska ævi og afköstin voru ótrúleg þegar litið er á það að hann féll frá aðeins 28 ára gamall. Um Jónas skrifar Guðrún Guðlaugsdóttir.



Sýndarháskóli

sem starfræktur verður inni á Netinu er viðfangsefni Sigrúnar Guðjónsdóttur, arkitekts, en þrívíddarhönnun í sýndarveruleikanum er nýtt svið innan hönnunargeirans sem komið hefur fram á síðustu árum. Rafheimar Netsins eru orðnir gífurlega stórir og íbúar þeirra fjölmargir.



Laugarvatnsskólinn 70 ára.

Það var í októberbyrjun 1929 að skólinn var settur og tók til starfa í hinu nýja húsi, sem Guðjón Samúelsson hafði teiknað í burstabæjarstíl. Það var þó lítið meira en fokhelt og skólapiltar urðu að gera sér að góðu að sofa í flatsæng í opnu rými fyrsta veturinn. Héraðsskólinn á Laugarvatni starfaði í húsinu til 1991, en síðan nýtir Menntaskólinn á Laugarvatni húsið að nokkru leyti. Það má þó segja að þessu merka húsi þurfi að finna nýtt hlutverk. Gísli Sigurðsson fór austur og leit á Laugarvatnsskólann.



José Antonio Fernández Romero

hefur þýtt íslenskar bókmenntir á spænsku og galisísku í fjörutíu ár með hléum. Þröstur Helgason heimsótti Romero og komst að því að þýðendaferill hans hefur verið með svolitlum ólíkindabrag en á endanum hafa tilviljanir, óhöpp og efasemdir fært íslenskum bókmenntum dýrmætan liðsmann suður á Spáni.



Bologna

verður ein af menningarborgunum og íbúar og yfirvöld vinna ötullega að undirbúningi menningarársins 2000. Sigurbjörg Þrastardóttir kynnti sér fjölbreyttar hugmyndir sem innan fárra mánaða taka á sig mynd í þessari borg matar, náms og listar.





FORSÍÐUMYNDIN

Hús Héraðsskólans á Laugarvatni hefur sett svip á staðinn í 70 ár. Myndina tók Gísli Sigurðsson neðan af Laugarvatnstúninu, þar sem nú eru hlaupabrautir og önnur mannvirki Íþróttakennaraskólans.