ENGINN leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sem mætir heimsmeisturum Frakka eftir viku, heldur frá Íslandi til Parísar. Héðan fara aðeins Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, og þrír aðstoðarmenn og þrír fararstjórar.
Eyjólfur Sverrisson á

ný í landsliðshópinn

Enginn

frá Íslandi

til Parísar ENGINN leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sem mætir heimsmeisturum Frakka eftir viku, heldur frá Íslandi til Parísar. Héðan fara aðeins Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, og þrír aðstoðarmenn og þrír fararstjórar. Birkir Kristinsson, sem er eini leikmaðurinn í átján manna landsliðshópi Íslands, sem leikur með íslensku liði, er nú í Austurríki, þar sem hann hefur verið leigður til Lustenau.

Eyjólfur Sverrisson, sem hefur verið meiddur, kemur á ný í landsliðshópinn, en þó er óvíst hvort hann geti leikið. Hann tekur sæti Sigurðar Jónssonar, sem er í leikbanni. Landsliðshópurinn er annars þannig skipaður: Birkir Kristinsson, ÍBV, og Árni Gautur Arason, Rosenborg, markverðir. Aðrir leikmenn eru: Rúnar Kristinsson og Heiðar Helguson, Lillestrøm, Eyjólfur Sverrisson, Hertha Berlin, Þórður Guðjónsson og Bjarni Guðjónsson, Genk, Lárus Orri Sigurðsson, WBA, Helgi Sigurðsson, Panaþinaikos, Ríkharður Daðason og Auðun Helgason, Viking, Hermann Hreiðarsson, Brentford, Brynjar Björn Gunnarsson, Örgryte, Helgi Kolviðsson, Mainz, Pétur Marteinsson, Stabæk, Tryggvi Guðmundsson, Tromsö, Arnar Þór Viðarsson, Lokeren, og Eiður Smári Guðjohnsen, Bolton.