SÚ breyting hefur orðið á leikaraskipan í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Fegurðardrottningunni frá Línakri, eftir Martin McDonagh, að Halldór Gylfason hefur tekið við hlutverki Ray, sem Jóhann G. Jóhannsson lék áður. Aðrir leikendur eru: Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Ellert A. Ingimundarson.
Leikfélag Reykjavíkur

Leikaraskipti og leikferð

SÚ breyting hefur orðið á leikaraskipan í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Fegurðardrottningunni frá Línakri, eftir Martin McDonagh, að Halldór Gylfason hefur tekið við hlutverki Ray, sem Jóhann G. Jóhannsson lék áður.

Aðrir leikendur eru: Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Ellert A. Ingimundarson. Ljósahönnun er í höndum Kára Gíslasonar, um leikhljóð sér Baldur Már Arngrímsson, Steinþór Sigurðsson hannaði leikmynd og búninga og leikstjóri er María Sigurðardóttir.

Næsta sýning á Fegurðardrottningunni frá Línakri á Litla sviði Borgarleikhússins verður í dag, laugardag, kl. 15.

Haldið verður í leikferð með verkið um Austfirði og Norðurland, sem stendur í viku. Fegurðardrottningin verður síðan mætt aftur á Litla sviðið fimmtudaginn 14. október kl. 20.