SPÁÐ er rúmlega 2,5% hagvexti á næsta ári og er það töluvert minna en 5-6% hagvöxtur undanfarinna fjögurra ára. Talið er að þjóðarútgjöld muni aukast um 2,5% samanborið við 4,5% aukningu á þessu ári og tæplega 12% í fyrra. Sama spá gerir ráð fyrir 2-2,5% aukningu einkaneyslu, samneyslu og fjárfestinga á næsta ári.
Dregur úr hagvexti og verðhækkunum

SPÁÐ er rúmlega 2,5% hagvexti á næsta ári og er það töluvert minna en 5-6% hagvöxtur undanfarinna fjögurra ára. Talið er að þjóðarútgjöld muni aukast um 2,5% samanborið við 4,5% aukningu á þessu ári og tæplega 12% í fyrra. Sama spá gerir ráð fyrir 2-2,5% aukningu einkaneyslu, samneyslu og fjárfestinga á næsta ári.

Verðbólga á þessu ári hefur orðið nokkru meiri en reiknað var með í forsendum fjárlaga 1999. Hins vegar er gert ráð fyrir því að á næsta ári dragi úr verðhækkunum og að neysluverðsvísitalan hækki um 2,5% frá upphafi til loka næsta árs, samanborið við 4,5% hækkun á yfirstandandi ári. Vegna mikilla hækkana á síðari hluta ársins yrði meðalhækkunin á milli ára þó meiri, eða 3,5-4%.