ÞRÓTTUR hefur gert þriggja ára samning við David Griffith, 35 ára enskan þjálfara, um að hann verði yfirþjálfari yngri flokka félagsins í knattspyrnu. Griffith hefur þjálfað undanfarin ár í Bandaríkjunum.
ÞRÓTTUR hefur gert STOFNANDI:: GITO \: \: ÞRÓTTUR hefur gert þriggja ára samning við David Griffith, 35 ára enskan þjálfara, um að hann verði yfirþjálfari yngri flokka félagsins í knattspyrnu. Griffith hefur þjálfað undanfarin ár í Bandaríkjunum.

ÍVAR Ingimarsson, leikmaður ÍBV, er staddur hjá hollenska liðinu Roda við æfingar.

MIKHAIL Vergeenko, þjálfari Hvíta-Rússlands í knattspyrnu, hefur verið látinn taka pokann sinn nokkrum dögum fyrir leik liðsins gegn Ítalíu í Evrópukeppni landsliða. Hvít-Rússar hafa aðeins hlotið tvö stig í síðustu sjö leikjum í keppninni.

KRÓATÍSKI leikmaðurinn Jurica Vranjes, sem leikið hefur með Osijek, er sagður hafa fengið tilboð upp á um 760 milljónir ísl. króna frá Arsenal.

LORENZO Sanz, forseti spænska liðsins Real Madrid, kveðst hafa áhuga á að lána Nicolas Anelka til Juventus í stað Zinedine Zidane.

SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson er sagður eiga í viðræðum við Walsall um að framlengja samning sinn við félagið, að því er kemur fram á spjallsíðu félagsins. Hann hefur setið á bekknum flesta leiki liðsins það sem af er en oftast komið inn á.

BÚIST er við að Bjarki Gunnlaugsson verði í leikmannahópi Preston sem mætir Cambridge í 2. deildinni í dag.