MIKIÐ hefur áunnist í að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Í lok síðasta árs voru skuldirnar 238 milljarðar króna og gert ráð fyrir að þær verði um 229 milljarðar í lok yfirstandandi árs. Á næsta ári verður haldið áfram að greiða skuldir og gert ráð fyrir að skuldabyrðin verði 211 milljarðar í lok ársins 2000. Tekið er tillit til endurmats skulda með tilliti til verðlags og gengis.
Skuldabyrðin léttist og minni lántökur

MIKIÐ hefur áunnist í að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Í lok síðasta árs voru skuldirnar 238 milljarðar króna og gert ráð fyrir að þær verði um 229 milljarðar í lok yfirstandandi árs. Á næsta ári verður haldið áfram að greiða skuldir og gert ráð fyrir að skuldabyrðin verði 211 milljarðar í lok ársins 2000. Tekið er tillit til endurmats skulda með tilliti til verðlags og gengis.

Miðað við verga landsframleiðslu (VLF) var hlutfall skulda ríkissjóðs 40% í lok árs 1998, þetta hlutfall lækkar í 35% í lok þessa árs og í rúmlega 30% í lok næsta árs fari svo sem horfir.

Dregið hefur úr lántökum ríkissjóðs. Í fyrra tók ríkissjóður 28 milljarða króna að láni, þar af um 20 milljarða innanlands. Á sama tíma námu afborganir af lánum 37 milljörðum króna. Á þessu ári er reiknað með að teknir verði 18,5 milljarðar að láni og að afborganir af lánum verði um 35 milljarðar. Á næsta ári er áætlað að taka um 5 milljarða króna að láni en að afborganir verði rúmlega 27 milljarðar.