ÚTIVIST býður upp á dagsferð sunnudaginn 2. október. Ekin verður Nesjavallaleiðin austur fyrir fjall að Hagavík við Þingvallavatn. Frá Hagavík verður gengið um Ölfusvatnsvík og farið í Hellisvík og litið á gamlan fjárhelli sem nýttur var frá bænum Villingavatni. Farið verður undir Björgunum upp á Dráttarhlíð og komið við í Skinnhúfuhelli en sagnir herma að þar hafi eitt sinn búið tröllskessa.

Sunnudagsgöngur Útivistar

ÚTIVIST býður upp á dagsferð sunnudaginn 2. október. Ekin verður Nesjavallaleiðin austur fyrir fjall að Hagavík við Þingvallavatn.

Frá Hagavík verður gengið um Ölfusvatnsvík og farið í Hellisvík og litið á gamlan fjárhelli sem nýttur var frá bænum Villingavatni. Farið verður undir Björgunum upp á Dráttarhlíð og komið við í Skinnhúfuhelli en sagnir herma að þar hafi eitt sinn búið tröllskessa. Í ferðinni gefst einnig kostur á að skoða gljúfur mikið sem Sogið fellur um á leið sinni frá Þingvallavatni í Úlfljótsvatn.

Útivist býður upp á dagsferðir á sunnudögum út október. Brottför í ferðirnar er frá Umferðamiðstöðinni við Vatnsmýrarveg kl. 10.30. Ekki er nauðsynlegt að tilkynna þátttöku með fyrirvara. Næstu dagsferðir sem Útivist bíður upp á eru Ganga á Grímannsfell sunnudaginn 10. október og 17. október verður gengið á Keili.