ÞRIÐJI ársfundur Náttúruverndar ríkisins og náttúruverndarnefnda sveitarfélaganna hófst á Akureyri í gær en honum lýkur í dag, laugardag. Ýmis mál eru til umræðu á fundinum, fræðsla um náttúruvernd í grunnskólum, þátttaka í skipulagsvinnu, umhverfisþættir í aðalskipulagi Akureyrar voru kynntir og fjallað var um landslagsvernd.
Náttúruvernd ríkisins og

náttúruverndarnefndir Náttúruverndaráætlun kynnt

ÞRIÐJI ársfundur Náttúruverndar ríkisins og náttúruverndarnefnda sveitarfélaganna hófst á Akureyri í gær en honum lýkur í dag, laugardag.

Ýmis mál eru til umræðu á fundinum, fræðsla um náttúruvernd í grunnskólum, þátttaka í skipulagsvinnu, umhverfisþættir í aðalskipulagi Akureyrar voru kynntir og fjallað var um landslagsvernd. Þá kynnti Trausti Baldursson sviðsstjóri hjá Náttúruvernd ríkisins náttúruverndaráætlun sem er nýmæli í nýjum náttúruverndarlögum. Náttúruverndaráætlun fyrir allt landið á að vinna eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Í áætluninni eiga að vera sem gleggstar upplýsingar um náttúruminjar, þ.e. náttúruverndarsvæði og lífverur, búsvæði þeirra og vistkerfi sem ástæða þykir til að friðlýsa, og á að lýsa sérkennum minjanna og þýðingu þeirra í náttúru landsins. Tekið verður tillit til menningar- og sögulegrar arfleifðar sem og nauðsynjar á endurheimt búsvæða við gerð áætlunarinnar. Einnig til nýtingar mannsins á náttúrunni og ósnortinna víðerna.

Ástæða þess að náttúruverndaráætlun verður gerð er m.a. sú að landnýting eykst ár frá ári, sem og fólksfjölgun, húsbyggingar, vegir, hafnir, ferðamönnum fjölgar, útivist eykst, virkjanir verða æ fleiri og verksmiðjur sem og meiri mengun.

Morgunblaðið/Kristján Ársfundur Náttúruverndar ríksins og náttúruverndarnefndar sveitarfélaga stendur nú yfir á Akureyri.