RÁÐSFUNDUR 1. ráðs ITC á Íslandi verður haldinn á Hótel Húsavík í dag, laugardag, 2. október. Alls starfa nú 11 deildir innan alþjóðlegra samtaka sem nefnast International training in communication eða ITC. Markmið samtakanna er að vinna að þjálfun í forystu og málvöndun í þeirri von að með betri tjáskiptum takist að efla skilning manna á meðal um veröld alla.
Ráðsfundur 1. ráðs ITC á Íslandi

RÁÐSFUNDUR 1. ráðs ITC á Íslandi verður haldinn á Hótel Húsavík í dag, laugardag, 2. október.

Alls starfa nú 11 deildir innan alþjóðlegra samtaka sem nefnast International training in communication eða ITC. Markmið samtakanna er að vinna að þjálfun í forystu og málvöndun í þeirri von að með betri tjáskiptum takist að efla skilning manna á meðal um veröld alla.

Tvær deildanna eru á Norðurlandi, ITC Fluga í Suður-Þingeyjarsýslu og ITC Hnota á Þórshöfn og nágrenni. Það er ITC Fluga sem býður til ráðsfundarins og hefst hann kl. 11 og stendur til kl. 17. Á dagskrá eru félagsmál og fræðslufyrirlestrar, m.a. um ferð á heimsþing ITC til Japan í sumar. Gestur fundarins er Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, landsforseti ITC-samtakanna á Íslandi. Fundurinn er öllum opinn og er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast starfsemi samtakanna að mæta.