ÖKUMAÐUR bifreiðar sem fluttur var alvarlega slasaður á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í fyrrakvöld eftir bílslys við Kristnes í Eyjafjarðarsveit liggur á gjörgæsludeild sjúkrahússins og er haldið þar sofandi í öndunarvél að sögn læknis. Hann fór í aðgerð við komu á sjúkrahús og var síðan lagður inn á gjörgæsludeildina.
Bílslys í Eyjafjarðarsveit Ökumaður lagður inn á gjörgæsludeild

ÖKUMAÐUR bifreiðar sem fluttur var alvarlega slasaður á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í fyrrakvöld eftir bílslys við Kristnes í Eyjafjarðarsveit liggur á gjörgæsludeild sjúkrahússins og er haldið þar sofandi í öndunarvél að sögn læknis. Hann fór í aðgerð við komu á sjúkrahús og var síðan lagður inn á gjörgæsludeildina.

Slysið vildi til með þeim hætti að maðurinn ók bifreið sinni aftan á dráttarvél sem búin var skóflu að framan- og aftanverðu. Ökumann dráttarvélarinnar sakaði ekki.