Ron Noades, knattspyrnustjóri Brentford, segist ekki ætla að taka neinu tilboði í Hermann Hreiðarsson fyrr en leikmaðurinn hafi leikið með íslenska landsliðinu gegn því franska í undankeppni Evrópumótsins 9. október í Frakklandi. Wimbledon og Tottenham eru sögð hafa sýnt leikmanninum áhuga og haft er eftir Noades á spjallsíðu Brentford að leikmenn liðsins séu falir fyrir rétta fjárhæð.

Hermann til

sölu eftir leikinn við Frakka

Ron Noades, knattspyrnustjóri Brentford, segist ekki ætla að taka neinu tilboði í Hermann Hreiðarsson fyrr en leikmaðurinn hafi leikið með íslenska landsliðinu gegn því franska í undankeppni Evrópumótsins 9. október í Frakklandi.

Wimbledon og Tottenham eru sögð hafa sýnt leikmanninum áhuga og haft er eftir Noades á spjallsíðu Brentford að leikmenn liðsins séu falir fyrir rétta fjárhæð. Þar segir jafnframt að Noades vilji að útsendarar liða sjái Hermann leika gegn Frökkum til þess að hækka verðgildi leikmannsins. Hann kveðst tilbúinn til viðræðna að þeim leik loknum.