ALÞJÓÐLEG ræktunarsýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin í reiðhöll Gusts í Kópavogi um helgina. Í fréttatilkynningu frá Hundaræktarfélaginu kemur fram að dómararnir Marit Sunde frá Noregi og Paul Stanton frá Svíþjóð séu báðir mjög virtir um allan heim og með langa starfsreynslu.
290 hundar á alþjóðlegri hundasýning ALÞJÓÐLEG ræktunarsýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin í reiðhöll Gusts í Kópavogi um helgina. Í fréttatilkynningu frá Hundaræktarfélaginu kemur fram að dómararnir Marit Sunde frá Noregi og Paul Stanton frá Svíþjóð séu báðir mjög virtir um allan heim og með langa starfsreynslu. "Alls verða sýndir 290 hundar af 46 tegundum og er þetta því með stærstu sýningum sem haldnar hafa verið hér á landi," segir í tilkynningunni. "Nú verður í fyrsta sinn haldin svokölluð parakeppni, en hún felst í því að finna líkasta hundaparið í eigu sama manns. Keppni ungra sýnenda verður í fyrsta sinn skipt í tvo hópa núna, 10-13 ára og 14-17 ára. Þar sem um er að ræða alþjóðlega ræktunarsýningu geta dómarar veitt hundum alþjóðleg meistarastig, ef þeir telja þá vera framúrskarandi fulltrúa tegundar sinnar á alþjóðlegan mælikvarða." Dagskrá Hundasýningin tekur tvo daga og eru hundar sýndir samtímis í tveimur hringjum. Sýningin hefst kl. 11 í dag, laugardag. Laugardagur: Hringur 1. 11.00: Boxer 11.56: Enskur bulldog 12.04: St. Bernharðshundur 12.16: Nýfundnalandshundur 12.20: Doberman 12.28: Dvegschnauzer Hlé 13.10: Border collie 14.02: Bearded collie 14.06: Þýskur fjárhundur 14.42: Briard 15.02: Shetland sheepdog 15.14: Collie 15.26: Dalmatíu-hundur 15.38: Langhundur Hringur 2. 11.00: Labrador retriver 12.16: Golden retriever Hlé 13.15: Amerískur cocker spaniel 13.59: Enskur cocker spaniel 14.19: Enskur springer spaniel 15.35: Beagle Sunnudagur: Hringur 1. 11.00: Cav. King Charles spaniel Hlé 13.15: Tíbet spaniel 14.03: Bichon frise 14.35: Chihuahua 15.03: Maltese 15.11: Papillon 15.47: Shih Tzu Hringur 2 11.00: Íslenskur fjárhundur 12.08: Pomeranian 12.56: Basenji Hlé 13.20: Enskur setter 13.56: Gordon setter 13.52: Írskur setter 14.48: Pointer 14.52: Weimaraner 14.56: Þýskur pointer 15.12: Borzoi 15.20: West Highl. w. terrier 15.28: Silkiterrier 16.04: Yorkshire terrier 16.08: Miniature poodle 16.12: Standard poodle 16.16: Chinese crest Keppni ungra sýnenda hefst um kl. 16.45 í dag, laugardag. Úrslit hundasýningarinnar verða ljós í lok sýningar á morgun. Þá kemur einnig í ljós hver er stigahæsti hundur ársins og hver er stigahæsti ungi sýnandi ársins. Foreldrar af Golden retriever-kyni ásamt afkvæmum sínum.