FYRSTA opna bæjarmálaráðstefna Kópavogslistans verður haldin í Þinghól, Hamraborg 11 í Kópavogi, laugardaginn 2. október. Meginumræðuefni ráðstefnunnar verða bæjarmálin, gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaga og helstu áherslumál Kópavogslistans á komandi vetri.
Bæjarmálaráðstefna Kópavogslistans

FYRSTA opna bæjarmálaráðstefna Kópavogslistans verður haldin í Þinghól, Hamraborg 11 í Kópavogi, laugardaginn 2. október. Meginumræðuefni ráðstefnunnar verða bæjarmálin, gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaga og helstu áherslumál Kópavogslistans á komandi vetri.

Ráðstefnan hefst kl. 10 með ræðu oddvita Kópavogslistans, Flosa Eiríkssonar bæjarfulltrúa, og síðan mun fjármálastjóri Kópavogsbæjar, Guðrún Pálsdóttir, fjalla um fjárhagsáætlunargerð sveitarfélaga með sérstöku tilliti til Kópavogs. Að loknu hvoru erindi fyrir sig verða fyrirspurnir og umræður. Eftir hádegi munu málefnahópar starfa, m.a. munu starfa hópar um skólamál, skipulags-, umhverfis- og umferðarmál, íþrótta- og tómstundarmál og félagsmál. Í lok ráðstefnunnar verða helstu niðurstöður hópstarfsins teknar saman. Ráðstefnustjóri verður Heiðrún Sverrisdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Kópavogs.

Ráðstefnan er opin öllu stuðningsfólki Kópavogslistans.