Leikstjórn og handrit: Kevin Williams. Aðalhlutverk: Marisa Coughlan, Jeffrey Tambour, Vivicia A. Fox, Katie Holmes, Michael McKean, Molly Ringwald og Helen Mirren. SÖGUKENNARINN er sannkölluð norn sem þrammar eftir skólagöngunum. Öllum stendur ógn af framkomu hennar, illmennsku og tilveru almennt.

Kennari tekinn

í kramhúsið

KVIKMYNDIR

Regnboginn

TEACHING MRS. TINGLE



Leikstjórn og handrit: Kevin Williams. Aðalhlutverk: Marisa Coughlan, Jeffrey Tambour, Vivicia A. Fox, Katie Holmes, Michael McKean, Molly Ringwald og Helen Mirren.

SÖGUKENNARINN er sannkölluð norn sem þrammar eftir skólagöngunum. Öllum stendur ógn af framkomu hennar, illmennsku og tilveru almennt. Það er hins vegar ekki fyrr en framtíðin og lífið liggja við að nokkrir nemendurnir gera eitthvað í málinu.

Kevin Williams hefur skrifað handritið að ekki óvinsælli unglingamyndum en Scream I & II, Faculty og I Know What You did Last Summer. Og sömuleiðis fjallar þessi um unglinga og ýmis vandamál sem tengjast tilveru þeirra, og er það vel. Myndin er sambland af grínmynd og spennumynd, þar sem margt óvænt gerist. Ekki ósvipað Home Alone-myndunum. En hún er ekki nógu spennandi og það mætti vera meira af alræmdum óhugnaði höfundarins í myndinni.

Það er fyndið að sjá Helen Mirren í þessari mynd og hún gerir eins gott og hægt er úr hlutverki sögukennarans, sem á köflum er býsna vel skrifað. Það er sniðugt hvernig hún notfærir sér veika punkta unglingshjartans sér til framdráttar og hún hefði mátt gera meira af því. Með slatta af gríni í viðbót ásamt fyrrnefndum óhugnaði hefði myndin svínvirkað.

Hildur Loftsdóttir