Í dag er laugardagur 2. október, 275. dagur ársins 1999. Leódegaríusmessa. Orð dagsins: En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. (2. tím. 3, 15.
Í dag er laugardagur 2. október, 275. dagur ársins 1999. Leódegaríusmessa. Orð dagsins: En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það.

(2. tím. 3, 15.)

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Stapafell og Himmae Maru 38 komu í gær. Sunny One fór í gær. Triton, Tensho Maru 78, Tensho Maru 28, Daian Maru 1 og Shinei Maru 81 koma í dag. Örfirisey fer í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Hamrasvanur kom í gær. Oyra fór í gær.

Mannamót

Bólstaðarhlíð 43. Haustferð verður farin fimmtud. 7. okt. kl. 13. Heiðmörk, skoðunarferð um Bláa lónið, Grindavík, og Krísuvíkurleiðin heim skráning í síðasta lagi mánudaginn 4. okt. í síma 568 5052.

Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli við Reykjavíkurveg 50. Ganga frá Hraunseli kl. 10, rúta frá miðbæ kl. 9.50. Tónleikar í Víðistaðakirkju kl. 17. Kór eldri borgara frá Akureyri og Gaflarakórinn koma fram.

Félag eldri borgara í Kópavogi. Haustlitaferð verður mánud. 4. október kl. 11 frá Gjábakka.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofa opin virka daga frá kl. 10­13, matur í hádeginu. Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið árið 1999 ár aldraðra og valið 2. október sem göngudag fyrir þann aldurshóp. Í tilefni þess efnir Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra til göngu um Laugardalinn þann dag. Gangan hefst fyrir framan Ásgarð Glæsibæ kl. 10 og henni líkur á sama stað. Í upphafi göngunnar verður blásið í lúðra og teknar léttar líkamsæfingar. Gönguleiðin og göngutími er við allra hæfi. Skák á þriðjudag kl. 13.

Gerðuberg , félagsstarf. Sund- og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, þriðjudögum kl. 11 og fimmtudögum kl. 9.25. Bankaþjónusta á mánudag kl. 13.30­14.30. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720.

Vesturgata 7 . Á morgun sunnud. verður opið hús frá kl. 12.30­18 vegna tíu ára afmælis þjónustumiðstöðvarinnar. Starfsemin verður kynnt. Kl. 13. helgistund sr. Hjalti Guðmundsson og kór félagsstarfs aldraðra í Reykjavík syngur. Starfsemi verður í öllum vinnustofum, handavinna, bútasaumur, glerskurður, postulínsmálun og myndlist. Sýndur verður línudans, einnig gömlu og nýju dansarnir og leikfimi undir stjórn Jónasar. Skemmtiatriði kl. 14.45, Árni Tryggvason leikari flytur gamanmál og syngur við undirleik Kjartans Valdemarssonar. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi frá kl. 15.30. Veislukaffi. Allir velkomnir á öllum aldri.

Breiðfirðingafélagið . Félagsvist á morgun, sunnudag, kl. 14. í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Parakeppni.

Félag breiðfirskra kvenna. Vetrarstarfið hefst mánud. 4. okt, kl. 20 í Breiðfirðingabúð Faxafeni. Bingó.

Félag hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu, ganga frá Perlunni á laugardögum kl. 11.

Félag kennara á eftirlaunum. Skemmti- og fræðslufundur í dag kl. 14 í Kennarahúsinu við Laufásveg.

Heilsugellur hittast í veitingahúsinu Caruso miðvikud. 6. okt. 19.30. Þátttaka tilkynnist fyrir 3. okt. í s. 554 4583.

Kór Kvenfélags Bústaðarsóknar, Glæður . Fyrsta æfing vetrarins verður fimmtud. 14. okt. kl. 8 í Bústaðakirkju. Konur sem hafa gamana af að syngja eru velkomnar í kórinn. Upplýsingar hjá Elísabetu s. 553 1473, s. Stellu 553 3675 og Jóhönnu s. 553 3970.

Kvenfélagið Fjallkonurnar . Fyrsti fundur vetrarins verður þriðjud. 5. okt. kl. 20.30 í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju.

Kvenfélag Kópavogs . Vinnukvöldin fyrir jólabasarinn eru á mánudögun kl. 19.30 í Hamraborg 10.

Kvenfélag Háteigssóknar. Fyrsti fundur vetrarins verður í safnaðarheimili Háteigssóknar 5. okt. kl. 20. Snyrtivörukynning.

Lífeyrisdeild Landssambands lögreglumanna. Fyrsti sunnudagsfundur vetrarins verður haldinn á morgun og hefst kl. 10 í Félagsheimili LR í Brautarholti 30.

Líknar- og vinarfélagið Bergmál . Opið hús á morgun, sunnud., kl. 20 í húsi Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17.

Stokkseyringafélagið í Reykjavík heldur aðalfund sinn sunnudaginn 3. okt. í Naustinu, Vesturgötu 6­8, kl. 15.

Minningarkort

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Minningarkort eru afgreidd í síma 588 7555 og 588 7559 á skrifstofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta.

MS-félag Íslands. Minningarkort MS-félagsins eru afgreidd á Sléttuvegi 5, Rvk. og í síma 568 8620 og myndrita sími 568 8688.

FAAS, Félag aðstandenda alzheimersjúklinga. Minningarkort eru afgreidd alla daga í s. 587 8388 eða í bréfs. 587 8333.