Í ÁGÚSTMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 10,6 milljarða króna og inn fyrir 12,8 milljarða. Vöruskiptin í ágúst voru því óhagstæð um 2,2 milljarða en í ágúst í fyrra voru þau hagstæð um 500 milljónir króna á föstu gengi. Í frétt frá Hagstofu Íslands kemur fram að fyrstu átta mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 95,6 milljarða króna og inn fyrir 110,6 milljarða.
15 milljarða halli á vöruskiptum fyrstu 8 mánuði ársins Vöruskiptin óhagstæð um

2,2 milljarða í ágúst

Í ÁGÚSTMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 10,6 milljarða króna og inn fyrir 12,8 milljarða. Vöruskiptin í ágúst voru því óhagstæð um 2,2 milljarða en í ágúst í fyrra voru þau hagstæð um 500 milljónir króna á föstu gengi.

Í frétt frá Hagstofu Íslands kemur fram að fyrstu átta mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 95,6 milljarða króna og inn fyrir 110,6 milljarða. Halli var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 15 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 17,1 milljarða á föstu gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 2,3 milljörðum betri á föstu gengi fyrstu átta mánuði þessa árs en á sama tíma árið áður.

Verðmæti útfluttra iðnaðarvara eykst um 10,9%

Heildarverðmæti vöruútflutnings fyrstu átta mánuði ársins var 4,5% meira á föstu gegni en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 70% alls útflutnings þetta tímabil og var verðmæti þeirra 2,4% minna en á sama tíma í fyrra. Útflutningsverðmæti fiskimjöls dróst saman um 31% á milli tímabila og lýsi um 52,9%. Aftur á móti jókst útflutningsverðmæti á ferskum fiski um 37,3%.

Iðnaðarvörur voru 25% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 10,9% meira en á sama tíma 1998. Útflutningsverðmæti áls jókst um 10,1% en kísiljárns dróst saman um 8,1%. Útflutningsverðmæti annarra iðnaðarvara jókst aftur á móti um 19,8%.

Mun meiri innflutningur á flutningatækjum

Heildarverðmæti vöruinnflutnings fyrstu átta mánuði ársins var 1,7% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mikil aukning var á innflutningi á flutningatækjum á tímabilinu en verðmæti þerra var 17,9% meira en árið áður. Þar af jókst verðmæti fólksbílainnflutnings um 32,1% og annarra flutningatækja til einkanota um 47%.

Neysluvörur aðrar en matar- og drykkjarvörur námu 18% alls innflutnings janúar­ágúst 1999 og var verðmæti þeirra 10,7% meira en á sama tíma árið áður.

Verðmæti innfluttra hrá- og rekstrarvara lækkaði um 12,8% og eldsneytis og smurolía um 4,1% frá sama tímabili í fyrra.