MYNDLISTARMAÐURINN Erling Þ.V. Klingenberg opnar sýningu í galleriÊhlemmur.is, Þverholti 5, í dag, laugardag, kl. 16. Í fréttatilkynningu segir að listamaðurinn geri tilraun til að skilgreina bilið milli minnimáttar og meiriháttar. Hann veltir fyrir sér hver drifkraftur listamannsins sé í raun, hvað knýi tilraunir hans áfram til fullkomnunar.

Tilraunarotta í Þverholtinu

MYNDLISTARMAÐURINN Erling Þ.V. Klingenberg opnar sýningu í galleriÊhlemmur.is, Þverholti 5, í dag, laugardag, kl. 16.

Í fréttatilkynningu segir að listamaðurinn geri tilraun til að skilgreina bilið milli minnimáttar og meiriháttar. Hann veltir fyrir sér hver drifkraftur listamannsins sé í raun, hvað knýi tilraunir hans áfram til fullkomnunar. Listamaðurinn er með huglægar vangaveltur sem hann hefur sett í hlutlæg form, m.a. sem talandi tilraunarottu.

Sýningin stendur til 24. október og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14­18. Einnig verður hægt að skoða myndir frá sýningunni á vefsíðunni http://galleri.hlemmur.is.

Tilraunarotta Erlings Þ.V. Klingenberg í galleriÊhlemmur.is.