JAFNAÐARMANNAFLOKKUR Danmerkur lýsti því yfir í gær að hann hygðist í þessum mánuði hefja baráttu fyrir því að Danir taki upp evruna, samkvæmt fréttum AFP fréttastofunnar. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er nú meirihluti Dana því fylgjandi að Danir gangi í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU).
Jafnaðarmenn í Danmörku vilja evru

Kaupmannahöfn. AFP. JAFNAÐARMANNAFLOKKUR Danmerkur lýsti því yfir í gær að hann hygðist í þessum mánuði hefja baráttu fyrir því að Danir taki upp evruna, samkvæmt fréttum AFP fréttastofunnar. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er nú meirihluti Dana því fylgjandi að Danir gangi í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU).

"Ráðherrar flokksins og fulltrúar hans hjá fjölmiðlum, á vinnustöðum, í staðbundnum flokksmiðstöðvum og á Netinu, munu stýra baráttunni," sagði Jan Juul Christensen, fjölmiðlafulltrúi Jafnaðarmannaflokksins, í gær.

Áætlað er að herferðin leiði til þess að stuðningsyfirlýsing við aðild Danmerkur að Efnahags- og myntbandalaginu verði samþykkt á flokksþingi jafnaðarmanna í september árið 2000.