FÉLAG íslenskra gullsmiða fagnar 75 ára afmæli sínu á þessu ári en það var stofnað 19. október 1924. Stofnfundinn sátu 23 framsæknir gullsmiðir en fyrsti formaður félagsins var Jónatan Jónsson. Félagið hefur áorkað miklu á þeim 75 árum sem liðin eru, segir í fréttatilkynningu. Fyrsta sýning gullsmiða var haldin í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1969 á 45 ára afmæli þess.
75 ára afmælissýning Félags íslenskra gullsmiða

FÉLAG íslenskra gullsmiða fagnar 75 ára afmæli sínu á þessu ári en það var stofnað 19. október 1924. Stofnfundinn sátu 23 framsæknir gullsmiðir en fyrsti formaður félagsins var Jónatan Jónsson.

Félagið hefur áorkað miklu á þeim 75 árum sem liðin eru, segir í fréttatilkynningu. Fyrsta sýning gullsmiða var haldin í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1969 á 45 ára afmæli þess. Nú efnir Félag íslenskra gullsmiða til afmælissýningar dagana 2. til 18. október í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Á sýningunni verða annars vegar sýndir "hringir gullsmiða ­ fyrr og nú" og hins vegar nýsmíðaðir gripir þar sem gullsmiðir leika sér með hugtökin "tíminn og vatnið".

Gullsmiðir munu verða gestum til leiðsagnar á sýningunni en hún verður opin alla virka daga frá kl. 8­19 og um helgar frá kl. 12­18.